
Óskabörn þjóðarinnar
Kvikmyndin Óskabörn Þjóðarinnar segir frá ógæfusömu fólki í Reykjavík á raunsæan hátt. Hún er skrifuð með það í huga að poppmenningin fái að njóta sín. Þá á höfundur við menningu sem ekki er auðvelt að taka eftir, t.d. flest allt sem hefur verið vinsælt hjá almenningi á öllum tímum á tuttugustu öldinni. Eins og nafnið gefur til kynna er höfundur að leika sér með öfugsnúnar túlkanir; fyrir rétt rúmum hundrað árum var óskabarn þjóðarinnar Jón Sigurðsson. Í dag eru óskabörnin ekkert nema litlir karamelluþjófar og eiturlyfjafíklar sem lifa og hrærast í eigin draumum sem eiga sér enga stoð í raunvöruleikanum. Þess er fólk sem á sér ekki viðreisnar von vegna sjúklegs ástands. Kvikmyndin er innleg í melódramatískt raunsæi samtímans með svörtum húmor sem er lýst út frá sjónarhorni smákrimmans á sjálfan sig og aðra smákrimma.
- Ár: 2000
- Land:
- Genre: Crime, Drama
- Stúdíó:
- Lykilorð:
- Leikstjóri: Jóhann Sigmarsson
- Leikarar: Óttarr Proppé, Grímur Hjartarson, Ragnheiður Axel, David Thor Jonsson, Jón Sæmundur Auðarson, Þröstur Leó Gunnarsson