Barbie: Tískuævintýri
Enn á ný sláumst við í för með Barbie í litríku og viðburðaríku ævintýri þar sem allt er fullt af flottri tísku, fjöri og skemmtilegum félagsskap. Barbie og hundurinn hennar Sequin ákveða í þessari mynd að fara í heimsókn til háborgar tískunnar, Parísar, þar sem frænka Barbie á tískuhús. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar í ljós kemur að búið er að ákveða að loka tískuhúsinu fyrir fullt og allt vegna óvæntra skakkafalla og virðist fátt til ráða sem gæti bjargað málunum. En þegar þær Barbie, frænka hennar og vinkonur þeirra uppgötva töfradísirnar og krafta þeirra fær Barbie frábæra hugmynd til að bjarga tískuhúsinu og sýnir okkur um leið að töfrarnir gerast þegar maður hefur trú á sjálfum sér.
- Ár: 2010
- Land: United States of America
- Genre: Family, Animation
- Stúdíó: Mattel, Evolution Films
- Lykilorð: magic, based on toy, fashion
- Leikstjóri: William Lau
- Leikarar: Diana Kaarina, Adrian Petriw, Tabitha St. Germain, Patricia Drake, Alexa Devine, Shannon Chan-Kent